Skip to main content

Fréttir

Árnastofnun undirritar samstarfssamning við Snorraverkefnin

Á myndinni má sjá Branislav Bédi, verkefnisstjóra á íslenskusviði Árnastofnunar, Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar, Soffíu Ásgeirs Óskarsdóttur, starfandi formann ÞFÍ og Atla Geir Halldórsson verkefnisstjóra Snorraverkefnanna.
Branislav Bédi

Árið 1999 lagði Þjóðræknisfélag Íslendinga (ÞFÍ) grunninn að sérstöku samstarfi sem ætlað var að efla tengsl milli Íslendinga og fólks af íslenskum ættum frá Bandaríkjunum og Kanada. Samstarfið fékk nafnið Snorraverkefnin (e. the Snorri Programs) og fjöldi ungmenna hefur myndað menningartengsl vestur og austur um haf síðasta aldarfjórðunginn, þökk sé þessum verkefnum.

Á dögunum undirrituðu Árnastofnun og Snorraverkefnin samning um samstarf á sviði mála- og menningarfræðslu fyrir afkomendur Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

Undanfarin ár hafa þátttakendur í Snorraverkefnunum reglulega sótt gestafyrirlestra um íslenskt samfélag hjá Árnastofnun og heimsótt handritasýninguna Heimur í orðum.

Helstu samstarfsaðilar Snorraverkefnanna í dag eru Norræna félagið og ÞFÍ.

Á myndinni má sjá Branislav Bédi, verkefnisstjóra á íslenskusviði Árnastofnunar, Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar, Soffíu Ásgeirs Óskarsdóttur, starfandi formann ÞFÍ, og Atla Geir Halldórsson verkefnisstjóra Snorraverkefnanna.