Skip to main content

Fréttir

Árnastofnun fær handrit

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, tekur við einu handritanna.
Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Skinnbrot frá miðöldum eru meðal handrita sem Þjóðminjasafnið afhenti Árnastofnun í dag til varðveislu. Handritin verða senn aðgengileg almenningi á Netinu.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var í dag afhent til varðveislu handrit úr Þjóðminjasafninu. Þar á meðal eru skinnbrot frá miðöldum. Stofnunin hyggst rannsaka handritin og gera þau aðgengileg fræðimönnum. Einnig verða þau sett á vefinn handrit.is.

Handritin voru afhent á ársfundi Árnastofnunar í morgun. Þar var saman kominn fjöldi fólks og gafst því kostur á að skoða handritin. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, afhenti handritin.

Sjá frétt á heimasíðu Ríkisútvarpsins.