Skip to main content

Fréttir

Arnas Magnæus Philologus (1663-1730) eftir Má Jónsson

Már Jónsson. Ljósmyndari Jóhanna Bergmann.

 

Út er komin bókin Arnas Magnæus Philologus (1663-1730) eftir Má Jónsson.

Handritasafn Árna Magnússonar er mesta og mikilvægasta safn íslenskra miðaldahandrita í veröldinni. Árni varði allri starfsævi sinni til söfnunar handrita og skjala, með ótrúlegum árangri. Í bókinni er beitt ævisögulegri aðferð með því að rekja ævi og störf Árna í tímaröð, en megináhersla er lögð á söfnun og fræðimennsku. Markmiðið er að sýna og útskýra það hvernig ástríða hans fyrir handritum þróaðist, jafnt í íslensku sem erlendu samhengi. Byggt er á öllum tiltækum heimildum í safni Árna og víðar, prentuðum sem óprentuðum.

Bókin er tuttugasta í ritröðinni: The Viking Collection. Útgefandi er Syddansk Universitetsforlag/University Press of Southern Denmark. Bókin er á ensku.

Nánari upplýsingar má fá á vefnum: