Fyrirlesturinn Arfur Tómasar postula og kristindómur á krossgötum verður fluttur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélags við Fischersund á fimmtudag klukkan 8. Fyrirlesari er Jón Ma. Ásgeirsson prófessor við Háskóla Íslands
Í fyrirlestrinum verður fjallað um nokkra þætti Tómasarkristni í samhengi bókarinnar Frá Sýrlandi til Íslands: Arfur Tómasar postula (Reykjavík, 2007) eftir þá Jón Ma. Ásgeirsson og Þórð Inga Guðjónsson.