Skip to main content

Fréttir

Angel Gurría í heimsókn

Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) heimsótti stofnunina í Árnagarði ásamt aðstoðarkonu sinni föstudaginn 27. september 2013. Hann skoðaði valin handrit úr safninu í fylgd forstöðumanns, og sýndi þeim og efni þeirra mikinn áhuga. Angel Gurría var staddur hér á landi dagana 26.- 28. september í opinberri heimsókn í boði fjármála- og efnhagsráðherra, Bjarna Benediktssonar. Hann hefur verið aðalframkvæmdastjóri OECD frá 2006, og var áður m.a. fjármálaráðherra og utanríkisráðherra Mexíkó.

 

 

Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.