Skip to main content

Fréttir

Alþjóðlegt málþing um erfðarmál (heritage languages)

Ásta Svavarsdóttir. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Alþjóðlegt málþing um erfðarmál (heritage languages) verður haldið 19.-21. september í Háskóla Íslands. Þingið er árleg málstofa á vegum rannsóknanets fræðimanna sem stunda rannsóknir á tungumálum innflytjenda í Ameríku og afkomenda þeirra, þar á meðal á vestur-íslensku. 

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Maria Polinsky, prófessor í málvísindum við Harvard-háskóla. Ásta Svavarsdóttir rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er á meðal fyrirlesara með erindi sem hún nefnir: ,,Lexical interference in different contact situations: A comparison of Icelandic across the North-Atlantic ocean". Fyrirlestrar og umræður fara fram á ensku.

Nánari upplýsingar um vinnustofuna og fyrirlesara má finna á heimasíðu ráðstefnunnar, www.conference.hi.is/heritagelanguages/

Ráðstefnan er styrkt af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Hugvísindastofnun, Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Þjóðminjasafni Íslands.