Skip to main content

Fréttir

Alþjóðlega ráðstefnan Heimur handritanna

Arnaldur Indriðason rithöfundur.

 

Heimur handritanna
10.–12. október 2013
Norræna húsinu

350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar. Þeirra tímamóta verður minnst með ýmsu móti. 10.–12. október verður haldin alþjóðleg ráðstefna um handritafræði. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að einstökum þáttum sem handritin eru gerð úr, efni þeirra, letri, textum, myndum, litum og nótum svo að nokkuð sé nefnt. Einnig verður fjallað um handritasafnara, bæði Árna Magnússon og aðra. Meðal fyrirlesara verða þekktir handritafræðingar úr hópi þeirra sem rannsakað hafa handritin í safni Árna Magnússonar og fræðimenn sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á handritum í öðrum söfnum. Markmiðið er að vekja athygli á þeim litríka og fjölbreytta heimi sem handritin opna okkur aðgang að. Sérstakur gestur á ráðstefnunni verður Arnaldur Indriðason rithöfundur.

Ráðstefnan er öllum opin og ekki þarf að greiða fyrir þátttöku. Skráningarfrestur er til 15. september.

Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning (á ensku).

Stofnunin gefur út rafrænt fréttabréf til að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar, nýjar útgáfur, fyrirlestra, rannsóknarverkefni, viðburði og fleira. Sjöunda tölublað ársins 2013 hefur verið sent þeim sem stofnunin hefur á netfangaskrá sinni. Aðrir geta lesið fréttirnar á vefnum. Einnig geta menn gerst áskrifendur og fengið fréttabréf sent mánaðarlega í tölvupósti.