Dagana 7.-9. október verður haldin alþjóðleg ráðstefna um félagsmálvísindi, textasöfn og gagnagrunna. Málvísindastofnun Háskólans stendur að ráðstefnunni í samvinnu við tvö norræn rannsóknanet.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru Þórhallur Eyþórsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Ásta Svavarsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Øystein A. Vangsnes.
Boðsfyrirlesarar eru Paul Kerswill (Lancaster), Sali Tagliamonte (Toronto), Alison Henry (Ulster) og Tony Kroch (Philadelphia) en aðrir fyrirlesarar koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Skotlandi og Færeyjum, auk Íslands.
Dagskráin hefst kl. 9 alla dagana, en fyrirlestrarnir verða haldnir í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins og eru opnir öllum.
Dagskrána og hagnýtar upplýsingar má fá á heimasíðu Háskóla Íslands.