Alþjóðleg ráðstefna um bragfræði á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands í samvinnu við Norrænt félag um bragfræðirannsóknir (Nordisk sällskap för metriska studier) og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldin í Reykholti í Borgarfirði dagana 18. - 21. júní.
Meginefni ráðstefnunnar verður: Germanskir þættir í norrænum og evrópskum kveðskap, málfræðileg og bókmenntaleg sjónarmið.
Meðal boðsfyrirlesara verða:
- Nigel Fabb, prófessor við Strathclyde-háskóla,
- Guðrún Nordal, prófessor við Háskóla Íslands,
- Tomas Riad, prófessor við Stokkhólmsháskóla og rannsóknarfélagi í Sænsku akademíunni, og
- Vésteinn Ólason, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Stefnt er að því að hafa sérstaka málstofu um norrænan miðaldakveðskap, eddukvæði og dróttkvæði og lýsingu Snorra Sturlusonar og samtíðarmanna hans á þeim bragarháttum.
Einnig er óskað eftir fyrirlestrum (30 mínútur) sem fjalla almennt um bragform og ljóð frá bókmenntalegu og málfræðilegu sjónarhorni.
Boð um þátttöku ásamt heiti fyrirlestrar og stuttum útdrætti berist eigi síðar en 15. febrúar 2008.
Nánari upplýsingar veitir:
Margrét Guðmundsdóttir
Hugvísindastofnun Háskóla Íslands
Nýja-Garði
101 Reykjavík
Tölvupóstur: mgu@hi.is
Sími: +354-525-4462