Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa umsjón með Menningar- og minningarsjóði Mette Magnussen og gefa út til gamans fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.
Nýlega hafa komið út tvö rit á vegum Mettusjóðs: ÁSTUMÁL kveðin Ástu Svavarsdóttur sextugri 19. janúar 2015 og GAMANLEIKIR TERENTÍUSAR settir upp fyrir Terry Gunnell sextugan 7. júlí 2015. Í báðum ritunum er fjöldi stuttra en skemmtilegra greina til heiðurs afmælisbörnunum.
Umsjón með útgáfu Ástumála höfðu Jón Hilmar Jónsson, Halldóra Jónsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir, en Um Gamanleiki Terentíusar sáu Rósa Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir og Andrew Wawn.
Ritin fást á stofnuninni í Árnagarði og kosta 3.000 til 3.500 krónur. Nánari upplýsingar gefur Rósa Þorsteinsdóttir, netfang: rosat@hi.is.