Skip to main content

Fréttir

Afmælisrit gefin út af Menningar- og minningarsjóði Mette Magnussen

Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa umsjón með Menningar- og minningarsjóði Mette Magnussen og gefa út til gamans fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli.

Nýlega kom út rit á vegum Mettusjóðs: Svanafjaðrir skornar Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur fimmtugri 2. júlí 2015. Í ritinu er fjöldi stuttra og skemmtilegra greina til heiðurs afmæliskonunni.

Umsjón með útgáfu Svanafjaðra höfðu Soffía Guðný Guðmundsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Guðvarður Már Gunnlaugsson.

Ritið fæst á stofnuninni í Árnagarði og kostar 3.000 krónur. Nánari upplýsingar gefur Rósa Þorsteinsdóttir, netfang: rosat@hi.is.