Skip to main content

Fréttir

Aðalheiður Guðmundsdóttir vann textasamkeppni

Aðalheiður Guðmundsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í textasamkeppni Hugvísindasviðs Áttu orð, sem efnt var til í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Aðalheiður er aðjúnkt í þjóðfræði á Félagsvísindasviði og er með doktorspróf í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands. Hún átti tvo af þeim 25 textum sem voru valdir til sýningar. Í fyrstu verðlaun var glæsilegur bókapakki frá Opnu.

Önnur verðlaun hlaut Eiríkur Gauti Kristjánsson og þriðju verðlaun hlaut Þórdís Edda Jóhannesdóttir.

Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju en þess má geta að Aðalheiður er fyrrum starfsmaður á Árnastofnun, Eiríkur Gauti vinnur þessa mánuðina á lessal stofnunarinnar í Árnagarði, í verkefni hjá Haraldi Bernharðssyni, og Þórdís Edda er tíður gestur á stofnuninni og er að skrifa meistaraprófsritgerð hjá Haraldi.