Ritið 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar er nú komið út í danskri og enskri þýðingu. Staldrað er við 66 handrit úr safni Árna, eitt fyrir hvert ár sem hann lifði, og þeim lýst í máli og einstökum myndum. 33 handritanna eru varðveitt í Reykjavík og önnur 33 í Kaupmannahöfn. Jafnframt eru skoðuð nokkur af fjölmörgum fornbréfum sem safnið varðveitir.
Hið stórmerka safn handrita sem varðveitt er undir nafni Árna Magnússonar er gríðarlega fjölbreytilegt, eins og kemur fram í þessari bók. Þarna má finna bókmenntir og fræði, guðsorð og lögbækur, dagatöl og söngbækur, svo eitthvað sé nefnt. Sum handritin eru slitur eða laus blöð, meðan önnur eru þverhandarþykkar bækur í góðu ásigkomulagi. Handritin í safni Árna eru ekki öll íslensk að uppruna, t.d. er elsta handritið ættað frá Spáni. Mörg bera þess vitni að þeim var bjargað á elleftu stundu, löskuð og velkt, önnur hafa varðveitt upprunalegan glæsileik þannig að undrun og aðdáun vekur. Þau eiga það eitt sameiginlegt að vera ómetanlegar heimildir, sem verðskulda að vera komnar á varðveisluskrá UNESCO, enda eiga þau erindi við heiminn allan.
Um 66 håndskrifter fra Arne Magnussons samling á dönsku.
Um 66 Manuscripts from the Arnamagnæan Collection á ensku.
Um 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar á íslensku.