Skip to main content

Fréttir

27. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði

Esjan. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Hin árlega Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ verður haldin í 27. skipti laugardaginn 26. janúar 2013. Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins v/Suðurgötu og hefst kl. 10:30. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um mál og málvísindi og eru stúdentar sérstaklega hvattir til að mæta. Dagskráin fer hér á eftir en frekari upplýsingar, þ.á m. útdrætti úr erindunum, eru á heimasíðu félagsins.

Dagskrá

10:30-11:00 Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Rannveig Sverrisdóttir, Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir og Jóhannes Gísli Jónsson:  
Áhrif íslensku á íslenskt táknmál (ÍTM)

11:00-11:30 Þóra Másdóttir:  
Málhljóðaprófið - nýtt próf sem ætlað er kanna framburð orða hjá börnum -

11:30-12:00 Þórhalla Guðm. Beck:  
Grunnlitir einn og átta

13:00-13:30 Aðalsteinn Hákonarson:  
Tvíhljóðun í forníslensku: um heimildir og túlkun þeirra

13:30-14:00 Jón G. Friðjónsson:  
Hlutur Peders Syvs í sögu íslenskra málshátta

14:00-14:30 Sigríður Sæunn Sigurðardóttir og Þórhallur Eyþórsson:  
„...eigi berr mér nauðsyn til at þiggja“ Talgjörðir og túlkun fornra texta

15:00-15:30 Iris Edda Nowenstein Mathey:  
„Mig langar sjálfri til þess“ Rannsókn á innri breytileika í fallmörkun frumlaga

15:30-16:00 Katrín Axelsdóttir:  
Íslenska og erlend máláhrif