Skip to main content

Fréttir

24. Rask-ráðstefnan 30. janúar

Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands halda hina árlegu Rask-ráðstefnu um íslenskt mál og almenna málfræði laugardaginn 30. janúar næstkomandi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Dagskrá

9.00. Ráðstefnan sett
9.15–9.45. Kristín Bjarnadóttir: Algilt -i eða hverfult? Um þágufall eintölu í sterkum hvorugkynsnafnorðum
9.45–10.15. María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir: Stigveldi máltileinkunar
10.15–10.45. Hrafnhildur Ragnarsdóttir: Virkjaður orðaforði í textum 11, 14, 17 ára og fullorðinna. Samanburður á tal- og ritmáli

kaffihlé

11.00–11.30. Jón Hilmar Jónsson og Þórdís Úlfarsdóttir: Markað og merkingargreint. Stöðlun og breytileiki orðasambanda í Íslensku orðaneti
11.30–12.00. Jóhannes Gísli Jónsson: Afturbeygðar sagnir í íslensku
12.00–12.30. Einar Freyr Sigurðsson, Hlíf Árnadóttir og Þórhallur Eyþórsson: „Það var fengið sér (annan) öllara.“ Undirförull undanfari

hádegishlé

13.15–13.45. Baldur Sigurðsson: Háttatal íslenskra sagna
13.45–14:15. Jón Axel Harðarson: Um atkvæðaskipun í forníslenzku og breytingar á henni
14.15–14.45. Haukur Þorgeirsson: Hvenær lauk hljóðdvalarbreytingunni?
14.45–15.15. Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Sníkjuhljóð breytir bragnum

kaffihlé

15.30–16.00. Margrét Jónsdóttir: Kökkur – kekkur
16.00–16.30. Katrín Axelsdóttir: Þættir af einkennilegum orðmyndum
16.30–17.00. Jón G. Friðjónsson: Fleiryrtar forsetningar

Dagskrá og efniságrip fyrirlestra á http://málfræði.is/ og http://www.malvis.hi.is/

Allir velkomnir!