Það sem handritið er þó einkum þekkt fyrir eru 23 litskreyttar myndir af goðum, gyðjum, jötnum og jötnameyjum úr norrænni goðafræði, t.d. Gunnlöðu, Braga og Loka Laufeyjarsyni.
Myndunum fylgja athugasemdir skrifara, t.d. stendur við myndina af Gunnlöðu: „Mjöð gefur Gunnlöð. Óðinn hann kyssti hana og var hjá henni þrjár nætur. Suttungsdóttir. Kysstu mig og skaltu verða skáld. Faðmaðu mig og skaltu kveða vel“. Bragi og Loki Laufeyjarson standa saman á síðu og við hlið þeirra er listi yfir kenningar sem nota má um þá.