Skip to main content

Ferðalög

1. Ferðalög erlendis

Reglur_um_greidslu_ferdakostnadar_vegna_ferdalaga_a_vegum_rikisins_an_9_grein.pdf

Áður en ferð til útlanda hefst, ber að afla skriflegrar heimildar og skal hún samþykkt af yfirmanni viðkomandi skipulagseiningar. Í heimildinni skal tilgreindur fjöldi ferðadaga, gistinátta auk annars kostnaðar sem ferðinni tengist svo sem ráðstefnu- og námskeiðsgjöld. Að lokinni ferð skal viðkomandi starfsmaður skila brottfararspjöldum innan 30 daga frá heimkomu.

Ferðakostnaðarnefnd hefur sett reglur þar sem nánar er kveðið á um útfærslu við greiðslu erlendra dagpeninga. Sjá nánar umburðarbréf ferðakostnaðarnefndar 21. janúar 2021

Tengiliður: Verkefnastjóri á skrifstofu stjórnsýsluSigurborg Stefánsdóttur, fjármálastjóri á stjórnsýslusviði (sigurborg.stefansdottir@arnastofnun.is, s. 525 404425), sér um ferðaheimildir vegna ferða til útlanda. Þangað Til hennar er leitað með spurningar varðandi kostnað og greiðslur vegna ferðalaga til útlanda, dagpeninga og annað. ÁSigurborg sér einnig um Sáttmálasjóð og afgreiðslu dagpeninga og fargjalda vegna rannsóknamissera einnig er hægt að fá aðstoð við pöntun á flugferðum og upplýsingar um tengilið hjá ferðaskrifstofum..

Pöntun flugs: Sigurborg pantar ekki flugferðir en hægt er að snúa sér til hennar til að fá nánari upplýsingar um tengilið hjá ferðaskrifstofum. Sigurborg þarf þá að hafa fengið í hendur staðfestingu á ferðinni frá þeim sem samþykkir ferðalagið og upplýsingar um skipulagseiningu og verknúmer sem kostnaður fellur á.

Fylla skal út ferðaheimild. Í heimildinni skal tilgreindur fjöldi ferðadaga og gistinátta auk annars kostnaðar sem ferðinni tengist svo sem ráðstefnu- og námskeiðsgjöld. Þá þurfa að koma fram upplýsingar um skipulagseiningu og verkefnisnúmer sem kostnaður fellur á. Stofustjóri  hvers sviðs þarf að samþykkja ferðaheimildir starfsmanna.

Farið er með útfyllta, undirritaða og samþykkta ferðaheimild til Ástu Soffíu á fjármálasviði á 1. hæð Aðalbyggingar, inn af bókastofu. Farseðill þarf að fylgja ferðaheimild og reikningur ef starfsmaður hefur lagt út fyrir fargjaldi. Það sama á við ef starfsmaður hefur lagt út fyrir ráðstefnugjöldum en þá þarf að fylgja reikningur og kvittun fyrir greiðslu, farseðlill þarf líka að fylgja með ferðaheimild þó svo að ekki sé verið að greiða fargjald.

Dagpeningar eru síðan afgreiddir 3 dögum fyrir brottför.

Um allar ferðir gildir að starfsmaður skal gera ferðareikning og skila, ásamt brottfararspjöldum og öðrum gögnum, innan 30 daga frá heimkomu.

   Ferðalög Innanlands

Tengiliður: Rebecca /Rakel   s. 525 4044 verkefnastjóri á stjórnsýslusviði s. 525 4044 sér um fargjöld og dagpeninga innanlands. Eftir ferð þarf að fylla út viðeigandi eyðublað, fá uppáskrift stofustjóra og skila til verkefnastjóraRebeccu/Rakelar. Ef gera þarf upp dagpeningaeða útlagðan kostnað  er notast við kostnaðarskýrslur í Orra þarf að fylla út eyðublað Ferðareikningur- Ferðauppgjör.  Ef eingöngu er um útlagðan kostnað vegna ferðar að ræða má nota kostnaðarskýrslur í Orra. Frumrit af reikningum og brottfararspjöldum þarf að fylgja með sem viðhengi.

Um allar ferðir gildir að starfsmaður skal gera ferðareikning og skila, ásamt brottfararspjöldum og öðrum gögnum, innan 30 daga frá heimkomu.

Tilvísun úr kjarasamning Félags háskólakennara

Greiðslur vegna ferðatíma

Grein 5.5. í kjarasamningi FH, gildir frá 1. apríl 2001.

Þegar starfsmaður fer utan að frumkvæði vinnuveitenda og á vegum hans telst sá tími ekki til virks vinnutíma. Greiðslur vegna slíkra ferða skulu vera með eftirfarandi hætti:

Sé brottför flugs á virkum degi fyrir kl. 10:00 og heimkoma eftir kl. 15:00 skal starfsmaður fá greiðslu sem nemur þremur álagsstundum á 33% álagi vegna þessa óhagræðis.

Á almennum og sérstökum frídögum skal samsvarandi greiðsla nema sex álagsstundum á 33% álagi. Heimilt er að semja um frítíma í stað greiðslu ferðatíma sbr. Grein 2.5.2.