Skip to main content

Bókasafn

Bókasafn.

Á stofnuninni er öflugt rannsóknarbókasafn. Safnið á aðild að Gegni og er safnkosturinn leitarbær á Leitir.is.

Bókasafnið er ætlað til afnota fyrir sérfræðinga stofnunarinnar og aðra sem stunda rannsóknir á eða hafa áhuga á fræðasviðinu.

Rit safnsins eru eingöngu til nota á staðnum og er starfsfólk beðið um að fara eftir útlánareglum sem liggja frammi.

Bókakaup.

Bókasafnsfræðingur sér um öll innkaup fyrir safnið og tekur bókakaupatillögum fagnandi, en þarf samt að halda sig innan fjárveitinga.

Millisafnalán.

Bókasafnsfræðingur hefur milligöngu um millisafnalán starfsmanna og eru þau greidd af stofnuninni.

Handritalán.

Allar beiðnir um handritalán milli stofnana þurfa að fara í gegnum bókasafnsfræðing. Í gildi er sérstakur samningur milli Handritasafns Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns og SÁM um tilhögun lána.