Skip to main content

Bókagjafir

Gjafastefna

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum tekur með ánægju við gjöfum sem styrkja bókakost á fræðasviði hennar. Vinsamlegast hafið samband við bókasafnsfræðing á stofnuninni ef þið hafið hug á að gefa bækur.

Stofnunin fer með gjafarit sem sína eign og ráðstafar þeim að vild, t.d. með því að gefa öðrum eða losa sig við bækur sem safnið telur sér ekki hag í að eiga. Sömu reglur um notkun, staðsetningu og grisjun gilda um gjafir og annað efni.

Gefendur mega sækja rit sem stofnunin telur sér ekki fært að þiggja, innan ákveðins tíma áður en stofnunin grípur til annarra ráða. Gefendur geta óskað eftir skrá yfir það efni sem tekið er inn í bókasafn stofnunarinnar.

Bókasafnsfræðingur fer í samráði við forstöðumann stofnunarinnar og bókasafnsnefnd yfir allar gjafir og metur hverju er bætt við safnkostinn.

Samþykkt á húsþingi 12. nóvember 2019.