Skip to main content

Auglýsingar á lausum stöðum

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum vill ráða til sín og hafa í þjónustu sinni hæfa, dugandi og heiðarlega starfsmenn sem þykir eftirsóknarvert að starfa við stofnunina vegna þeirra vinnubragða, starfsaðstöðu og starfsanda sem þar er og vegna þeirra launakjara sem þar eru í boði.

Stofnunin  telur mikilvægt að þeirri meginreglu sé fylgt að laus störf séu auglýst. Heimildir til að víkja frá auglýsingaskyldu skulu einungis nýttar þegar sérstakar ástæður gefa tilefni til. Árnastofnun leggur metnað sinn í að standa vel að gerð starfsauglýsinga og að gæta þar jafnréttissjónarmiða.

Þegar auglýst eru störf skal gæta jafnræðis milli umsækjenda, samræmis í meðferð umsókna og þess að umsækjendum sé ekki mismunað vegna kynferðis eða annars. Ákvörðun um ráðningu í starf skal vera rökstudd og byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Í meðferð umsókna um störf sem krefjast hæfnisdóms skal fylgja hliðstæðum reglum og gert er við ráðningu kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands, sbr. III. kafla reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000, með síðari breytingum.