Starfsmenn stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í stjórnsýslu- og þjónustustörfum eiga rétt á ársmati. Ármatssjóður nær eingöngu til starfsmanna sem launaraðað er samkvæmt Skrefi. Vinnuframlag starfsmanns á liðnu ári er metið til stiga og jafnframt kaupauka. Starfsmenn sem eru launaraðaðir eftir matskerfi Skrefs, frá 7 stig fyrir vinnuframlag sitt frá 1. júní til 31. maí ár hvert.
Ársmat á við um fastráðna starfsmenn hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem eru í FH og falla ekki undir matskerfi kennara og sérfræðinga. Ársmat er mat á framlagi starfsmanns á liðnu ári metið til stiga og jafnframt kaupauka. Ársmatið er greitt út 1. september ár hvert.
Ársmatssjóður er sambærilegur við vinnumatssjóð FH vegna rannsókna nema hann byggist ekki á framlagi til rannsókna.