Miðvikudaginn 15. nóvember munu fræðimenn og kennarar sem starfa í Eddu halda örfyrirlestra kl. 15−18. Hátt í tuttugu fyrirlestrar um íslenskt mál, fornsögur og önnur skyld efni verða fluttir í fyrirlestrasal Eddu. Meðal efnis verður íþróttamál, myrkrið í fornsögum, örlagavaldurinn Luktar-Gvendur, íslenskir málshættir í evrópsku samhengi, Skaufala bálkur, hinsegin Laxness: höfundarverk lesið með nýjum gleraugum, o.fl. Einnig verður bókasafnið opið almenningi.
Dagskrá fyrirlestranna er sem hér segir:
15.00 „Er menn drepask um nætr“: Nokkur orð um myrkrið í fornsögum
Jan Alexander van Nahl, dósent í íslenskum bókmenntum fyrri alda
15.10 Örlagavaldurinn Luktar-Gvendur
Kolbrún Friðriksdóttir, lektor í íslensku sem öðru máli
15.20 Eru greinarmerki óþörf?
Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent við Árnastofnun
15.30 Gömul morðgáta leyst
Katelin Parsons, aðjúnkt í íslensku sem öðru máli og verkefnisstjóri á Árnastofnun
15.40 Getur skáldskapur túlkað áföll? Dæmi úr Eyrbyggja sögu
Torfi H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum
15.50 Íslenskir málshættir í evrópsku samhengi
Ellert Þór Jóhannsson, rannsóknarlektor við Árnastofnun
16.00 Máltaka íslenskra barna í breyttu málumhverfi samtímans
Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði, og Iris Edda Nowenstein, nýdoktor í íslenskri málfræði
16.10 Skaufala bálkur. Barnaefni frá 15. öld
Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun
16.20 Hinsegin Laxness: Höfundarverk lesið með nýjum gleraugum
Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor í íslenskum samtímabókmenntum
16.30 Að segja sögu um söguna: íslensk fræðamiðlun til almennings
Védís Ragnheiðardóttir, aðjúnkt í íslensku sem öðru máli
16.40 Íþróttamál
Einar Freyr Sigurðsson, rannsóknarlektor við Árnastofnun
16.50 Sagan af veðmálinu
Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda
17.00 Svín fór yfir Rín - gleymdir málshættir
Þórdís Úlfarsdóttir, orðabókarritstjóri á Árnastofnun
17.10 Kjáninn þinn, krúttið þitt og kvikindið á henni
Katrín Axelsdóttir, dósent í íslensku sem öðru máli