Skip to main content

Viðburðir

Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi

21. október
2023
kl. 13–18

Edda,
Arngrímsgötu 5,
107 Reykjavík,
Ísland

Í ár er þess minnst að 150 ár eru liðin síðan fyrsti stóri hópur vesturfara fór vestur um haf frá Íslandi til Kanada.

Af því tilefni verður opnaður nýr og spennandi gagnagrunnur á vegum Árnastofnunar um handrit og bréf íslenskra vesturfara. Þúsundir mynda af íslenskum handritum og bréfum í Kanada og Bandaríkjunum munu koma fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn. Vefurinn verður aðgengilegur bæði á íslensku og ensku.

Opnunarþingið fer fram í fyrirlestrasal Eddu í samvinnu við Þjóðræknisfélagið sem verið hefur styrktaraðili verkefnisins, en félagið heldur hið árlega Þjóðræknisþing í Eddu þennan sama dag og hefst það klukkan 11 og stendur til 13.20. Að þinginu loknu hefst dagskrá opnunarþingsins með því að gagnagrunnurinn Handrit íslenskra vesturfara verður formlega opnaður.

Dagskrá

Opnun gagnagrunnsins

13.30 Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar: Ávarp og setning

13.40 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra: Opnun gagnagrunnsins Handrit íslenskra vesturfara

13.50 Örn Arnar, ræðismaður Íslands í Minnesota: Menningarverðmæti vesturfara

14.00 Ryan Eric Johnson, doktorsnemi við Háskóla Íslands: Þögul leiftur og Tarzan: Books, Letters, and Manuscripts in Icelandic as Memorabilia and Cultural Capital

14.20 Katelin Marit Parsons, verkefnisstjóri Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi: Handrit íslenskra vesturfara: Saga í brotum

15.00 Kaffihlé

Notkun á gögnunum

15.30 Brynjarr Þór Eyjólfsson, meistaranemi við Háskóla Íslands: Skráning handrita á tölvuöld: Ný tækni og gamlir dýrgripir

15.50 Guðrún Brjánsdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands: Heimþrá í handritum

16.10 Ásta Svavarsdóttir, rannsóknardósent við Árnastofnun: Einkabréf sem málheimildir

Safnað frá glötun

16.30 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun: Bjargað frá glötun: Dæmið af söfnunarleiðangri Hallfreðar og Olgu

16.50 Umræður/spurningar

17.00 Léttar veitingar

Við þökkum kærlega öllum styrktaraðilum sem hafa gert þetta verkefni að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið ómetanlegs fjárhagslegs stuðnings frá ríkisstjórn Íslands, Háskólasjóði h/f Eimskipafélags Íslands, Landsbanka Íslands, Þjóðræknisfélaginu, Eimskipafélagi Íslands, Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur, Manitoba Heritage Grants Program, Icelandic American Society of Minnesota og Íslenskudeild Háskólans í Manitoba. Styrkur fyrir þátttöku gesta frá Kanada kemur frá CINS (Canadian Initiative for Nordic Studies). Heiðursráð Þjóðræknisfélagsins hefur stutt verkefnið frá upphafi.

 

 

 

 

2023-10-21T13:00:00 - 2023-10-21T18:00:00