Útgáfuár
2001
ISBN númer
9979-819-77-4
Úlfhams saga segir frá Hálfdani vargstakki Gautakonungi og Úlfhami syni hans og átökum þeirra feðga við menn og vættir. Sagan er varðveitt í gömlum rímum, auk þriggja lausamálgerða frá 17., 18. og 19. öld, sem allar byggja beint eða óbeint, á efni rímnanna. Rímurnar hafa ýmist verið nefndar Úlfhams rímur eða Vargstökur og eru m.a. í rímnahandritinu AM 604 4to frá 16. öld. Allar varðveittar gerðir sögunnar, þ.e. rímurna og prósagerðirnar þrjár, eru prentaðar í útgáfu þessari. Um er að ræða textafræðilega útgáfu, þar sem textar eru prentaðir stafrétt eftir elstu handritum og orðamunur annarra handrita neðanmáls.
Í inngangi að útgáfu textanna er talið líklegt að glötuð saga í lausu máli hafi legið að baki rímunum. Saga þessi, sem hér er nefnd Úlfhams saga og skilgreind sem fornaldarsaga, er nú skoðuð frá ýmsum hliðum og ólíkir þættir hennar teknir til umfjöllunar. Viðfangsefni inngangs er m.a. að varpa ljósi á hina fornu sögu og birtingarmyndir hennar í gegnum aldirnar. Sagan er þ.a.l. skoðuð í ljósi þeirrar hefðar sem hún fellur inn í hverju sinni, auk þess sem fjallað er um nokkur af helstu sagnaminnum hennar, þ.á m. varúlfsminnið, sem sett er í samhengi við íslenskar og evrópskar miðaldasögur.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 53).
Í inngangi að útgáfu textanna er talið líklegt að glötuð saga í lausu máli hafi legið að baki rímunum. Saga þessi, sem hér er nefnd Úlfhams saga og skilgreind sem fornaldarsaga, er nú skoðuð frá ýmsum hliðum og ólíkir þættir hennar teknir til umfjöllunar. Viðfangsefni inngangs er m.a. að varpa ljósi á hina fornu sögu og birtingarmyndir hennar í gegnum aldirnar. Sagan er þ.a.l. skoðuð í ljósi þeirrar hefðar sem hún fellur inn í hverju sinni, auk þess sem fjallað er um nokkur af helstu sagnaminnum hennar, þ.á m. varúlfsminnið, sem sett er í samhengi við íslenskar og evrópskar miðaldasögur.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 53).