Útgáfuár
1982
ISBN númer
9979-819-38-3
Doktorsritgerð Vésteins Ólasonar forstöðumanns (f. 1939). Ritið fjallar um íslenska sagnadansa eða fornkvæði, stöðu þeirra í íslenskum kveðskap og tengsl við erlenda hefð. Höfundur rekur varðveislu kvæðanna, sem skrásett voru eftir munnlegri geymd á 17., 18. og 19. öld, og kannar hvort og hvaðan bókmenntagreinin hafi borist til Íslands með því að rannsaka hvort tveggja, almennar forsendur og einstök kvæði, mál þeirra og tengsl við erlendar hliðstæður. Niðurstaðan er að þorri sagnadansa hafi borist frá Noregi á 15. öld og í upphafi þeirra 16. en nokkur hluti kvæðanna hafi borist síðar frá Danmörku. Þá er dreginn fram dálítill flokkur kvæða sem höfundur telur að séu frumkveðin á Íslandi. Fjallað er um samband sagnadansa og annars íslensks kveðskapar, einkum rímna, og verður niðurstaðan, andstætt því sem menn höfðu áður haldið fram, að rímur séu í upphafi ekki mótaðar af sagnadönsum heldur hafi skáldin leitað fyrirmynda í lengri rímuðum frásagnarkvæðum, enskum og þýskum, sem þau hafi einkum kynnst í Noregi. Rannsóknin er reist á hinn fræðilegu útgáfu Jóns Helgasonar (1899-1986), Íslenzkum fornkvæðum I-VIII (1962-81).
Margir þekkja sagnadansa úr lestrarútgáfum, þar sem þeir eru gefnir út einir eða með öðrum þjóðkvæðum, en þær helstu eru: Fagrar heyrði eg raddirnar (1942), sem Einar Ól. Sveinsson (1899-1984) bjó til prentunar, Fornir dansar (1946), Ólafur Briem (1909-1994) bjó til prentunar, Kvæði og dansleikir I-II (1964), Jón Samsonarson (f. 1931) gaf út, og Sagnadansar, sem Vésteinn Ólason gaf út. Þar er einnig bókarauki með lögum við íslenska sagnadansa sem Hreinn Streingrímsson bjó til prentunar, og í formála gerir Vésteinn m.a. rækilegri grein fyrir listrænum einkennum kvæðanna en í doktorsritgerðinni.
The Traditional Ballads of Iceland telst til undirstöðurita um sagnadansa Norðurlandaþjóða og íslensk þjóðkvæði.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 22).
Margir þekkja sagnadansa úr lestrarútgáfum, þar sem þeir eru gefnir út einir eða með öðrum þjóðkvæðum, en þær helstu eru: Fagrar heyrði eg raddirnar (1942), sem Einar Ól. Sveinsson (1899-1984) bjó til prentunar, Fornir dansar (1946), Ólafur Briem (1909-1994) bjó til prentunar, Kvæði og dansleikir I-II (1964), Jón Samsonarson (f. 1931) gaf út, og Sagnadansar, sem Vésteinn Ólason gaf út. Þar er einnig bókarauki með lögum við íslenska sagnadansa sem Hreinn Streingrímsson bjó til prentunar, og í formála gerir Vésteinn m.a. rækilegri grein fyrir listrænum einkennum kvæðanna en í doktorsritgerðinni.
The Traditional Ballads of Iceland telst til undirstöðurita um sagnadansa Norðurlandaþjóða og íslensk þjóðkvæði.
Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 22).