Útgáfuár
2015
ISBN númer
9935230724
Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ritstýrir bókinni og skrifar inngang að verkinu sem er eftir dr. Konrad Maurer. Bókin er þýðing á þjóðsagnasafninu Isländische Volkssagen der Gegenwart sem út kom í Þýskalandi árið 1860.
Maurer ferðaðist á hestbaki um Ísland sumarið 1858 og gisti á sveitabæjum. Hvar sem hann fór talaði hann við fólkið, fræddist um hagi þess og landsins og fékk það til að segja sér sögur. Áður höfðu íslenskar þjóðsögur aðeins komið út í lítilli bók sem þeir Magnús Grímsson og Jón Árnason höfðu safnað til. Maurer hafði sannarlega mikil áhrif á þjóðsagnasöfnun því m.a. gerðist hann hvatamaður þess, að þeir félagar, Jón Árnason og Magnús Grímsson, héldu áfram söfnun sinni og bauðst til að útvega útgefanda í Þýskalandi. Maurer tók einnig með í bók sína sögur úr safni þeirra Jóns og Magnúsar, auk sagna úr handritum. Efnisflokkun hans á íslenskum þjóðsögum hefur orðið fyrirmynd flestra útgefinna þjóðsagnasafna frá því safn hans kom út.
Margir telja, að óathuguðu máli, að Jón Árnason hafi þýtt eða endursagt allar sögurnar úr safni Maurers, en því fer fjarri og í safni Maurers er að finna sagnir sem hafa ekki birst annars staðar. Það var því löngu orðið tímabært að þýða safn hans yfir á íslensku og það hefur Steinar Matthíasson nú tekið sér fyrir hendur.
Bókin er gefin út af Háskólaútgáfunni í samstarfi við stofnunina, en Háskólaútgáfan sér um dreifingu hennar.
Maurer ferðaðist á hestbaki um Ísland sumarið 1858 og gisti á sveitabæjum. Hvar sem hann fór talaði hann við fólkið, fræddist um hagi þess og landsins og fékk það til að segja sér sögur. Áður höfðu íslenskar þjóðsögur aðeins komið út í lítilli bók sem þeir Magnús Grímsson og Jón Árnason höfðu safnað til. Maurer hafði sannarlega mikil áhrif á þjóðsagnasöfnun því m.a. gerðist hann hvatamaður þess, að þeir félagar, Jón Árnason og Magnús Grímsson, héldu áfram söfnun sinni og bauðst til að útvega útgefanda í Þýskalandi. Maurer tók einnig með í bók sína sögur úr safni þeirra Jóns og Magnúsar, auk sagna úr handritum. Efnisflokkun hans á íslenskum þjóðsögum hefur orðið fyrirmynd flestra útgefinna þjóðsagnasafna frá því safn hans kom út.
Margir telja, að óathuguðu máli, að Jón Árnason hafi þýtt eða endursagt allar sögurnar úr safni Maurers, en því fer fjarri og í safni Maurers er að finna sagnir sem hafa ekki birst annars staðar. Það var því löngu orðið tímabært að þýða safn hans yfir á íslensku og það hefur Steinar Matthíasson nú tekið sér fyrir hendur.
Bókin er gefin út af Háskólaútgáfunni í samstarfi við stofnunina, en Háskólaútgáfan sér um dreifingu hennar.