Skip to main content

Gripla XXVI

Útgáfuár
2015
ISBN númer
978 9979 654 34 6
Ritstjórar: Emily Lethbridge, Jóhanna Katrín Friðriksdóttir og Viðar Pálsson.

Í þessu nýjasta heftir má finna úrval af vönduðu efni, sjö fræðigreinar auk samtínings. Ármann Jakobsson spyr í nýrri grein „Hvað á að gera við Landnámu? - Um hefð, höfunda og raunveruleikablekkingu íslenskra miðaldasagnarita.“ Patricia Pires Boulhosa sem naut styrks Snorra Sturlusonar árið 2007 til að þýða Völuspá á portúgölsku nefnir grein sína „Scribal Practices and Three Lines inVöluspá in Codex Regius“. Peter Jorgensen skrifar greinina „The Life of St. Basil in Iceland“ þar sem fjallað er um dýrlinginn heilagan Basil eins og hann kemur fram í áður óþekktu íslensku handriti. Grein Jóhönnu Katrínar Friðriksdóttur og Hauks Þorgeirssonar um Hrólfs rímur Gautrekssonar hefur að geyma umfjöllun og útgáfu á rímunum eftir AM 146 a 8vo ásamt skýringum. Kirsten Wolf fjallar um lágþýskar postulasögur í íslenskri þýðingu úr Reykjahólabók en greininni fylgir útgáfa á einu textum Björns Þorleifssonar (d. um miðja 16. öld) sem ekki hafa fyrr komið út í fræðilegum búningi. Einar G. Pétursson birtir tvö skrif um kvæðið Kötludraum. Philip Lavender birtir texta og enska þýðingu á skýringum Björns Jónssonar á Skarðsá (1574-1655) á gátum í Hervarar sögu og Heiðreks konungs. Í Samtíningi má jafnframt lesa minningarorð Vésteins Ólasonar um Jónas Kristjánsson, fyrrum forstöðumann Árnastofnunar sem féll frá um mitt ár 2014

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 92).
Kaupa bókina