Skip to main content

Uppfærðar varúðarreglur vegna COVID-19 frá og með 30. október 

  • Stofnunin er lokuð fyrir almennum gestum. 
  • Öll þjónusta stofnunarinnar fer fram rafrænt.
  • Ekki er leyfilegt að halda staðfundi í starfsstöðvum stofnunarinnar meðan neyðarstig Almannavarna varir eða þar til annað verður ákveðið. Allir fundir skulu vera rafrænir.  
  • Skylda er að bera grímu ef ekki er unnt að halda nauðsynlegri fjarlægð. 
  • Starfsstöðvarnar þrjár, í Árnagarði, Laugavegi og Þingholtsstræti, eru nú skilgreind sóttvarnarhólf og samgangur milli þeirra ekki leyfilegur nema í undantekningartilfellum, og þá er skylda að bera grímu og gæta ítrustu varúðar. 
  • Finna má netföng starfsmanna á heimasíðu stofnunarinnar. 
  • Brýnt er að allir innan stofnunarinnar fari í hvívetna eftir leiðbeiningum Embættis landlæknis vegna COVID-19 um persónulegar sóttvarnir, svo sem handþvott og annað hreinlæti, fjarlægðartakmörk og grímunotkun eftir því sem við á.