Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Tímarit

TÍMARIT GEFIN ÚT AF STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR Í ÍSLENSKUM FRÆÐUM
Gripla
Gripla er alþjóðlegt, ritrýnt tímarit á sviði norrænna fræða fyrri alda og kemur út í desember á hverju ári. Tímaritið er alþjóðlegur vettvangur fyrir rannsóknir á sviði íslenskra og norrænna fræða, einkum handrita- og textafræða, bókmennta og þjóðfræða. Birtar eru útgáfur á stuttum textum, greinar og stuttar fræðilegar athugasemdir (sem eru ekki ritrýndar). Ritdómar um bækur eru ekki birtir í Griplu og heldur ekki þýðingar á miðaldatextum nema þær fylgi útgáfu textans á frummáli. Greinar skulu að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum, ensku, þýsku og frönsku. Greinum og útgáfum (öðrum en stuttum athugasemdum o.þ.h.) fylgja stuttir útdrættir og lykilorð. Hverju bindi Griplu fylgir handritaskrá.
Orð og tunga
Tímaritið Orð og tunga birtir greinar sem lúta að máli og málfræði. Lögð er áhersla á greinar um orðfræði, þ. á m. nafnfræði og íðorðafræði, og greinar um orðabókafræði og orðabókagerð, sem og fræðilegar greinar um málrækt og málstefnu.
Greinar eru að jafnaði skrifaðar á íslensku en einnig eru birtar greinar á öðrum norrænum málum og ensku.
Orð og tunga er gefin út bæði rafrænt og á prenti.
TÍMARIT GEFIN ÚT AF TENGDUM AÐILUM