Rannsóknir
Á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er unnið að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á íslensku máli, bókmenntum, sögu og menningu. Við stofnunina starfar fjöldi fastráðinna fræðimanna auk gestafræðimanna sem hafa þar rannsóknaraðstöðu í lengri eða skemmri tíma. Að auki hafa nokkrir doktorsnemar og nýdoktorar rannsóknaraðstöðu á stofnuninni og vinna að verkefnum sínum í nánu samstarfi við starfsmenn og gestafræðimenn. Þá veitir stofnunin erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum styrki Snorra Sturlusonar sem gera þeim kleift að dveljast um tíma á Íslandi við störf sín og loks stendur hún fyrir málþingum og ráðstefnum á fræðasviði stofnunarinnar.
Starfsemi
Handrit og þjóðfræði
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er leiðandi í handritarannsóknum. Handrit í vörslu stofnunarinnar koma úr nokkrum söfnum.
Stofnunin geymir þjóðfræðisafn en í því er hljóðritað efni sem safnað er úr munnlegri geymd.
Stofnunin geymir þjóðfræðisafn en í því er hljóðritað efni sem safnað er úr munnlegri geymd.
Mál og málnotkun
Við stofnunina eru stundaðar margvíslegar rannsóknir, sögulegar og samtímalegar, á íslensku máli, málnotkun og málstefnu. Margar þeirra snerta orðaforða og nöfn, einkum örnefni, og tengjast gjarna hagnýtri og fræðilegri orðabókafræði og málrækt.
Nöfn – örnefni
Í örnefnasafni stofnunarinnar eru geymdar skrár um örnefni á flestum jörðum á Íslandi. Hluti safnsins er aðgengilegur í gagnasafninu Sarpi.
Námskeið
Nemendur sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hafa í gegnum árin haft margt að sækja til stofnunarinnar. Sumarnámskeið í íslensku eru haldin árlega auk þess sem nemendur geta sótt um margvíslega styrki til að hefja nám í íslensku með milligöngu stofnunarinnar.