Verkefni fyrir framhaldsskólakennara úr málið.is
Rafræn kennslustund
Handritin okkar − fjársjóður frá miðöldum er fróðlegt og gagnlegt kennsluefni sem Kristjana Friðbjörnsdóttir setti saman í samstarfi við safnkennara Árnastofnunar og er hugsað sem viðbótarfræðsla í samfélagsfræði á miðstigi grunnskóla, sérstaklega þegar Snorra saga Þórarins Eldjárns og handritaarfurinn er meginviðfang kennslunnar. Kennsluleiðbeiningar og verkefni fyrir nemendur fylgja efninu.
Krakkavefur
Árnastofnun hefur látið hanna sérstakan vef sem hugsaður er fyrir börn og ungmenni: krakkar.arnastofnun.is. Vefsíðan er lauslega byggð á vefnum handritinheima.is sem hefur um tveggja áratuga skeið verið notaður til kennslu á ýmsum skólastigum.
Orðavinda
Einfaldur orðaleikur sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni ja.is og stofnunarinnar.
Íslenska - málið þitt
Fræðsluvefur til umhugsunar um stöðu íslenskunnar. Unninn í samstarfi við stofnunina.
Handritin heima
Fræðsluvefur um íslensk handrit. Unninn í samstarfi við stofnunina.
Íslendingasögurnar
Fræðsluvefur um miðaldabókmenntir.
Icelandic Saga Map
Íslendingasögurnar kortlagðar. Vefurinn Saga Map vann til fyrstu verðlauna í samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2015.
Sagnagrunnur
Kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir í íslenskum þjóðsagnasöfnum.
Lykilorðasmiðurinn
Tól sem býr til lykilorð úr uppflettiorðum Ritmálssafns Orðabókar Háskólans. Lykilorð sem samsett eru úr íslenskum orðum hafa þá tvo kosti að auðvelt er að muna þau en um leið eru þau mjög sterk. Þar að auki eru þau oft mjög skemmtileg.
Skrambi villuleitarforrit
Skrambi er villuleitarforrit sem leiðréttir bæði ósamhengisháðar og samhengisháðar villur. Hann er byggður á gögnum úr Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls og er enn í vinnslu.
Í glugga á vefsíðunni er hægt að setja texta sem er allt að 3.000 orð og leiðrétta allt að 100 villur.
Í glugga á vefsíðunni er hægt að setja texta sem er allt að 3.000 orð og leiðrétta allt að 100 villur.
Málsgreinar
Þrjátíu greinar um mannlegt mál og öll helstu svið íslenskrar málfræði – íslenskt nútímamál, sögu málsins og notkun þess. Í greinunum er fjöldi skýringarmynda og hljóðdæma. Krækjur eru í skilgreiningar fjölmargra hugtaka, svo og í fróðleiksgreinar um einstök atriði sem nefnd eru í megintexta