Skip to main content

Fréttir

Viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar var haldið á laugardaginn.. Þar var kynnt ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2011 og haldin erindi um málörvun og læsi.  Þar veitti Íslensk málnefnd einnig þrjár viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu.

Orðanefnd rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands er veitt viðurkenning fyrir íðorðastarf í sjötíu ár.

Reykjavíkurborg er veitt viðurkenning fyrir að hafa notendaviðmót á íslensku í öllum tölvum í grunnskólum Reykjavíkur.

Ríkisútvarpinu (RÚV) er veitt viðurkenning fyrir að gera það að skilyrði að öll lög skuli sungin á íslensku í Söngvakeppni Sjónvarpsins.