Skip to main content

Fréttir

Vesturíslenskt mál og menning

Þverfagleg málstofa:
Vesturíslenskt mál og menning
Haustönn 2015, fimmtudaga kl. 10–12.30
Háskóla Íslands, Árnagarði í stofu 303


Þverfagleg málstofa um vesturíslenskt mál og menningu verður á fimmtudögum í haust kl. 10–12.30, í Árnagarði, stofu 303. Málstofan er öllum opin en þar verður gefið yfirlit yfir þróun íslensku og íslenskrar menningar í Vesturheimi og samspil máls og menningar þar allt frá upphafi vesturferða til dagsins í dag. Gerð er grein fyrir helstu heimildum og rannsóknum og þróunin tengd við fræðilegar hugmyndir um erfðarmál (upprunamál) og eðli þeirra. Námskeiðið verður nátengt rannsóknaverkefni sem nú er unnið að og gestafyrirlesarar úr rannsóknahópnum og aðrir sérfræðingar á sviðinu munu taka þátt í kennslunni. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni lokaverkefni þar sem þeir nýta rannsóknagögn sem hefur verið aflað.

Hver málstofa hefur ákveðið þema. Fjöldamargir fyrirlesarar koma við sögu, málfræðingar, bókmenntafræðingar, menningarfræðingar og sagnfræðingar. Sérstakir tímar verða nýttir til gagnagreiningar þar sem nemendum gefst tækifæri á að rýna í gagnagrunna um vesturíslensku og draga ályktanir af eigin rannsóknum undir handleiðslu leiðbeinenda. Niðurstöður verða síðan kynntar á fræðilegri ráðstefnu í lok námskeiðs.

Umsjón: Birna Arnbjörnsdóttir (birnaarn@hi.is) og Höskuldur Þráinsson (hoski@hi.is)

Nokkur yfirlitsrit

Birna Arnbjörnsdóttir (2006). North American Icelandic : The Life of a Language. Winnipeg: University of Manitoba Press.

Böðvar Guðmundsson (2001–2002). Bréf Vestur-Íslendinga I og II. Reykjavík: Mál og menning.

Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon (2001). Burt - og meir en bæjarleið. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Gísli Sigurðsson (2001). Um Vesturíslensku. Yfirlit á margmiðlunardiskinum Alfræði íslenskrar tungu: Íslenskt margmiðlunarefni fyrir heimili og skóla. Reykjavík: Lýðveldissjóður og Námsgagnastofnun.

Egill Helgason. 2014. Vesturfarar. Tíu sjónvarpsþættir.

Guðjón Arngrímsson (1997). Nýja Ísland: Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum. Reykjavík: Mál og menning.

Guðjón Arngrímsson (1998). Annað Ísland: Gullöld Vestur-Íslendinga í máli og myndum. Reykjavík: Mál og menning.

Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson (2003). Framtíð handan hafs: Vesturfarir frá Íslandi 1870–1914. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Jónas Thor (2002). Icelanders in North America: The first settlers. Winnipeg: University of Manitoba Press.

Júníus H. Kristinsson. 1983. Vesturfaraskrá 1870–1914.

Ritið 1/2014. Vesturheimsferðir í nýju ljósi. Þemahefti. Ritstjórar Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Úlfar Bragason og Björn Þorsteinsson. Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.

Sögur úr Vesturheimi. Úr söfnunarleiðangri Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og Olgu Maríu Franzdóttur um Kanada og Bandaríkin veturinn 1972-73. Útg. Gísli Sigurðsson. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2012.

Viðar Hreinsson. 2002. Landneminn mikli. Ævisaga Stephans G. Stephanssonar I. Bjartur, Reykjavík.

Viðar Hreinsson. 2003. Andvökuskáld. Ævisaga Stephans G. Stephanssonar II. Bjartur, Reykjavík.
 

Áætlun

3.9.  Upphaf vesturferða og menningarþróun vestra

Birna Arnbjörnsdóttir:
  Yfirlit yfir námskeiðið
  Gögn og fyrri rannsóknir og rannsóknarhefðir

Guðmundur Hálfdanarson:  
  Bakgrunnur vesturferða: Ísland á 19. öld

Kristján Árnason:                 
  Eru mállýskur á Íslandi?

10.09. Saga Vesturferða:
Hvaðan komu Vestur-Íslendingar, hvert fóru þeir og hvers vegna? Hvernig var þeim tekið? Fyrstu árin í Vesturheimi

Helgi Skúli Kjartansson:
  Var okkar fólk eithvað spes? Nokkur sérkenni Íslendinga sem vesturfara og Vesturheimsbúa

Ólafur Arnar Sveinsson:
  Íslendingar í Ameríku: Sjálfsmyndasköpun hóps

Vilhelm Vilhelmsson:
  Deilur Vestur-Íslendinga um stjórnmál, menningu og aðlögun að nýju samfélagi

17.09. Vesturíslensk menning verður til

Daisy Neijmann:                   
  Mál og menningarleg sjálfsmynd

Gísli Sigurðsson:                  
  Mál og menning í frásögnum

24.09. Íslensk skáld í Vesturheimi

Bergljót S. Kristjánsdóttir:
  Jóhann Magnús Bjarnason og íslenska leynilögreglusagan

Viðar Hreinsson:
  Stephan G. Stephansson

1.10.  Vesturíslenskar bókmenntir

Dagný Kristjánsdóttir:
  Vesturíslenskar barnabókmenntir og Jóhann Magnús Bjarnason

Birna Bjarnadóttir:
  Leikrit Guttorms J. Guttormssonar

Úlfar Bragason:                    
  Bréf sem heimildir um vesturfara og vesturferðir

8.10.  Verkefnavinna nemenda undir leiðsögn kennara

15.10. Kennsluhlé Hugvísindasviðs

22.10. Að flytja mál milli landa og geyma það þar

Ásta Svavarsdóttir:          
  Íslenska á 19. öld – Málið sem var flutt vestur

Birna Arnbjörnsdóttir:     
  Íslenska sem erfðarmál í Vesturheimi. Tvítyngi og læsi

29.10. Íslenskt málafbrigði verður til og þróast

Höskuldur Þráinsson:
  „Pönnukökur á Esjunni“. Rannsóknir á framburði Vestur-Íslendinga og helstu einkenni hans

5.11.  Íslensk og vesturíslensk orð

Höskuldur Þráinsson:     
  Gamlar og nýjar athuganir á vesturíslenskum orðum og orðmyndum: Einn neli og fleiri

Matthew Whelpton:           
  Litir, ílát og líkamshlutar       

12.11. Íslensk og vesturíslensk setningagerð

Jóhannes Gísli Jónsson:  
  Fallstjórn í vesturíslensku

Höskuldur Þráinsson:     
  Gamlar og nýjar athuganir á vesturíslenskri setningagerð:  „Drengurinn er að sofa og froskurinn kemur úr krukkuna“

19.11. Verkefnavinna nemenda undir leiðsögn kennara

26.11.  Ráðstefnan 3.12. kemur í stað þessa tíma

3.12.    Ráðstefna um vesturíslenskt mál og menningu

Boðsfyrirlesarar: Angela Falk, Uppsalaháskóla og Karoline Kühl, Kaupmannahafnarháskóla

Nemendur og kennarar segja frá eigin rannsóknum.


Ráðstefnan er opin öllum. Gert er ráð fyrir að fyrir hádegi verði einkum fjallað um menningu, bókmenntir og sögu Vestur-Íslendinga en eftir hádegi um íslensku sem erfðarmál í Vesturheimi.

 

Vesturfarar. Mynd: Þjónminjasafn Íslands.