Skip to main content

Fréttir

Spennandi tækifæri fyrir veitingarekstur í Eddu

Sporöskjulaga hús í morgunbirtu. Á stétt fyrir framan húsið lýsa rafmagnsljós.
Fyrir miðri mynd má sjá útisvæði út frá veitingasal.
SSJ

Við leitum að rekstraraðila til að koma til liðs við okkur og taka þátt í að gera Eddu að skemmtilegum og notalegum áningarstað á háskólasvæðinu.

Fjölbreytt starfsemi í húsinu

Edda er miðstöð þekkingar og miðlunar á íslenskri menningu og tungu og hýsir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Á Árnastofnun er nú unnið að undirbúningi sýningar á helstu menningarverðmætum þjóðarinnar þar sem handritin koma fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti í langan tíma.

Frá hausti 2024 verða að jafnaði 300 starfsmenn og nemendur að störfum í Eddu auk þeirra fjölmörgu sem munu heimsækja húsið daglega. Nálægðin við Háskóla Íslands skapar einnig eftirspurn eftir veitingum auk þess sem fjöldi fyrirtækja er í Vatnsmýrinni.

Góð aðstaða fyrir veitingarekstur

Í Eddu er afar góð aðstaða fyrir veitingarekstur hvort sem um er að ræða kaffihús með létta rétti eða mat sem eldaður er á staðnum. Aðstaða fyrir veitingarekstur er á fyrstu hæð og er salurinn alls 130 fermetrar með framleiðslueldhúsi. Sérútbúið 70 fermetra matreiðslueldhús er í kjallara hússins með vörulyftu á milli hæða. Óskað er eftir að rekstraraðili geti boðið upp á veisluþjónustu fyrir ráðstefnur, fundi og fyrirlestra í Eddu.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Rósa Þorvarðardóttir, sviðsstjóri rekstrar- og þjónustusviðs Árnastofnunar, gudny.rosa.thorvardardottir@arnastofnun.is.