Þjóðhátíðarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2007. Þrjú verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fengu styrk að þessu sinni.
- Gagnagrunnur yfir þjóðlagasafn séra Bjarna Þorsteinssonar hlaut milljón króna styrk. Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur á stofnuninni veitti framlaginu móttöku en hún hefur umsjón með verkefninu sem unnið er í samvinnu við Ísmús og Þjóðlagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.
- Viðgerð á Flateyjarbók hlaut 400 þúsund króna styrk.
- Úrvinnsla á efni úr þjóðfræðasafninu hlaut einnig 400 þúsund króna styrk. Um er að ræða samstarfsverkefni Héraðsskjalasafnsins á Höfn, Háskólasetursins á Höfn og Árnastofnunar. Meira um verkefnið.