Skip to main content

Fréttir

Þjóðfræði í Þjóðarspegli 28. og 29. október

Þjóðarspegillinn, árleg ráðstefna félagsvísindanna í Háskóla Íslands, er föstudaginn 29. október. Á milli klukkan 11-17 verða þrjár málstofur í þjóðfræði með fyrirlestrum sem kynna nýjustu rannsóknir í faginu (í stofu 201 í Odda).

Daginn áður, fimmtudaginn 28. október milli 16.30-18.30, flytja nýskipaðir prófessorar í Félags- og mannvísindadeild prófessorsfyrirlestra sína í stofu 104 á Háskólatorgi. Fyrstur er Terry Gunnell, sem fjallar um hlutverk Óðins í íslensku samfélagi fyrir kristnitöku.

Dagskrá þjóðfræðinnar á Þjóðarspeglinum á föstudaginn:

11.00-12.50: Þjóðfræði miðalda (Oddi 201)

  • Gísli Sigurðsson: Njáls saga og hefðin sem áheyrendur þekktu
  • Aðalheiður Guðmundsdóttir: Af betri konum og bóndadætrum: Um stéttbundna misnotkun kvenna í fornaldarsögum og öðrum afþreyingarbókmenntum miðalda
  • Ingunn Ásdísardóttir: Bors synir “bjöðum ypptu” – or did they?
  • Valdimar Tr. Hafstein: Höfundur ókunnur: Höfundaréttur og höfundarleysi

13.00-14.50: Þjóðfræði síðari alda (Oddi 201)

  • Símon Jón Jóhannsson: Skolli, skolli, skíttu í hverju horni: Um skollaleik í sögulegu ljósi
  • Júlíana Þóra Magnúsdóttir: Þjóðsagnasöfnun og kyngervi: Um þjóðsagnasöfnun Torfhildar Þorsteinsdóttur Hólm og mótun íslenskrar þjóðsagna(söfnunar)hefðar
  • Rósa Þorsteinsdóttir: Söguhetjan, góða stjúpan og hjálparhellurnar: Íslensk ævintýri af gerðinni 556*
  • Eiríkur Valdimarsson: Gáð til veðurs: Rannsókn á veðurgleggni Íslendinga og hæfileikanum að lesa í náttúruna

15.00-16.50: Þjóðfræði samtímans (Oddi 201)

  • Kristín Einarsdóttir: Áramótaskaupið og aðrar óspektir um áramót
  • Jón Þór Pétursson: Lífrænt fólk
  • Bryndís Björgvinsdóttir og Valdimar Tr. Hafstein: „Að fæla fólk frá...“: Eftirlitsmyndavélar í miðborg Reykjavíkur
  • Kristinn Schram: Obscurity as heritage: The Þorrablót revisited