Afmælisrit Sverris Tómassonar, Tækileg vitni, er komið út.
Í tilefni af sjötugsafmæli Sverris Tómassonar 5. apríl 2011 hefur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hið íslenska bókmenntafélag gefið út afmælisrit honum til heiðurs með útgáfu ritgerða sem Sverrir samdi á u.þ.b. fjörutíu ára tímabili.
Afmælisbarnið segir í forspjalli ritsins ritgerðirnar bera þess merki að höfundurinn hefur einatt fjallað um líkt efni frá ólíkum sjónarhornum. ,,Á máli sveitamanna heitir þetta að vera við sama heygarðshornið". Höfundinum hefur verið kærast að finna íslenskum miðaldabókmenntum stað í evrópskum menningarheimi.
Efnisyfirlit:
- Forspjall
- Tabula Gratulatoria
- Um upphaf sagnaritunar
- Tækileg vitni
- Hvað skrifaði Sæmundur fróði? Konunga ævi eða veraldarsögu?
- Af konungum og jörlum
- Vinveitt skemmtan og óvinveitt
- Hryggjarstykki
- Ólafur helgi – eilífur konungur. Helgisagnaminni í Ólafs sögu helga hinni sérstöku
- Hvönnin í Ólafs sögum Tryggvasonar
- Söguljóð – skrök – háð. Viðhorf Snorra Sturlusonar til kveðskapar
- Konungs lof. Noregs konunga tal í Flateyjarbók
- Dauði Hákonar jarls
- Höfðingar í héraði
- Bandamanna saga og áheyrendur á 14. og 15. öld
- 'Ei ska haltr ganga'. Um Gunnlaugs sögu ormstungu
- Skorið í fornsögu. Þankar um byggingu Hrafnkels sögu
- Tvær vísur úr Egils sögu:
- 1. 'Bezta var kvæðit fram flutt'
- 2. 'Á konungs vörnum'
- Brunnið bréfasafn
- Mál, stíll og textafræði
- Formáli málfræðiritgerðanna fjögurra í Wormsbók
- Málvöndun á miðöldum
- Skáldskapur og fræði fyrir stokk innan
- Er nýja textafræðin ný? Þankar um gamla fræðigrein
- Sunnan úr álfu
- Hvenær var Tristrams sögu snúið?
- Hugleiðingar um horfna bókmenntagrein
- Dýrðin, dýrðin: helgisögur
- Bergur Sokkason og íslenskar Nikulás sögur
- Norðlenski Benediktínaskólinn
- Ferðir þessa heims og annars. Paradís – Ódáinsakur – Vínland í íslenskum ferðalýsingum miðalda
- Nútíminn fjarlægi
- 'Strákligr líz mér Skíði'. Skíðaríma – íslenskur föstuleikur?
- Smjörið í Kolbeinsstaðahreppi. Ádeiluleikrit Gröndals. Bréf til Haralds Bessasonar
- Villa eða leiðsla. Smásaga Halldórs Laxness, Kórvilla á Vestfjörðum, og leiðslubókmenntir miðalda
Nánari upplýsingar má fá hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi í síma 588 9060 eða hib@islandia.is.