Skip to main content

Fréttir

Styrkur til handritarannsókna

Nyhavn í Kaupmannahöfn. Mynd fengin af vef Kaupmannahafnar.

 

DEN ARNAMAGNÆANSKE KOMMISSION - KØBENHAVNS UNIVERSITET

Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn
Ríkisstyrkur Árnastofnunar í Kaupmannahöfn fyrir árið 2013 er laus til umsóknar. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn.

Um styrkinn geta sótt bæði háskólagengnir og óháskólagengnir fræðimenn. Styrkurinn er nú um 25.000 danskar krónur á mánuði, auk ferðakostnaðar, og má veita í allt að tólf mánuði. Við úthlutun verður einkum leitast við að styrkja yngri fræðimenn sem eru að hefja rannsóknaferil sinn. Styrktímabilið er 3-6 mánuðir fyrir hvern styrkþega. 

Styrknum fylgir sú kvöð, að styrkþegi skal skila stuttri greinargerð um árangur sinn af rannsóknardvölinni. Greinargerðina skal senda sem fyrst eftir að dvölinni í Kaupmannahöfn lýkur og í síðasta lagi mánuði eftir næstu áramót.

Umsóknum eiga að fylgja helstu æviatriði (curriculum vitae), stutt greinargerð fyrir væntanlegu rannsóknarverkefni ásamt meðmælum. Einnig skal gera grein fyrir launagreiðslum á Íslandi meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir ber að stíla til Den Arnamagnæanske Kommission, og senda til institutadministrator Jytte Sander French, jsf@hum.ku.dk Nordisk Forskningsinstitut, Københavns Universitet, Njalsgade 136, DK-2300 København S, og skulu vera komnar viðtakanda í hendur ekki síðar en 1. júlí 2013.

Det Arnamagnæanske Stipendium
Det Arnamagnæanske Legat, sem hefur það verkefni að veita íslenskum ríkisborgurum styrk til rannsókna í Den Arnamagnæanske Samling (handritasafni Árna Magnússonar) eða í öðrum samsvarandi söfnum í Kaupmannahöfn, auglýsir hér með styrk fyrir árið 2013 lausan til umsóknar.

Styrkurinn sem er greiddur út í einu lagi eða skipt í minni upphæðir er veittur námsmönnum og kandídötum sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á norrænni eða íslenskri tungu, sögu eða bókmenntum, að af þeim megi vænta meira en almennt gerist í þessum greinum samanlagt eða sérstaklega.

Styrknum fylgir sú kvöð, að styrkþegi skal skila stuttri greinargerð um árangur sinn af rannsóknardvölinni. Greinargerðina skal senda sem fyrst eftir að dvölinni í Kaupmannahöfn lýkur og í síðasta lagi mánuði eftir næstu áramót.

Umsóknum eiga að fylgja helstu æviatriði (curriculum vitae), stutt greinargerð fyrir væntanlegu rannsóknarverkefni ásamt meðmælum. Einnig skal gera grein fyrir launagreiðslum á Íslandi meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir ber að stíla til Den Arnamagnæanske Kommission,og senda til institutadministrator Jytte Sander French, jsf@hum.ku.dk Nordisk Forskningsinstitut, Københavns Universitet, Njalsgade 136, DK-2300 København S, og skulu vera komnar viðtakanda í hendur ekki síðar en 1. júlí 2013.

Umsókn um báða styrkina.
Ef umsækjandi óskar þess að umsókn hans verði metin styrkhæf úr báðum þessum sjóðum skal hann geta þess. Ekki er gerð krafa um að sendar séu tvær umsóknir.