ÁRNANEFND - KAUPMANNAHAFNARHÁSKÓLI
Ríkisstyrkur Árna Magnússonar
Ríkisstyrkur Árna Magnússonar fyrir árin 2016 og 2017 er laus til umsóknar. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
Styrkurinn, sem íslenskir fræðimenn geta sótt um, nemur að þessu sinni, auk ferðakostnaðar, um 25.000 dönskum krónum á mánuði og honum má úthluta í allt að 12 mánuði.
Styrkurinn er einkum ætlaður yngri og framúrskarandi fræðimönnum, sem eru nokkuð á veg komnir með rannsóknarverkefni sín. Styrktímabilið er 3 til 6 mánuðir fyrir hvern styrkþega.
Styrknum fylgir sú kvöð að styrkþegi skili stuttri greinargerð um árangur sinn af rannsóknardvölinni. Greinargerðina (um 1 A4-síðu) skal senda sem fyrst þegar dvölinni í Kaupmannahöfn lýkur og í síðasta lagi mánuði eftir næstu áramót þar á eftir.
Umsóknum skal fylgja CV með ritaskrá og stutt greinargerð fyrir rannsóknarverkefni (um 1 A4-síða) á dönsku eða ensku ásamt hugsanlegum meðmælum og upplýsingum um laun á Íslandi meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir skal stíla á Den Arnamagnæanske Kommission og senda til Jytte Sander French (jsf@hum.ku.dk), rekstrarstjóra, Nordisk Forskningsinstitut, Københavns Universitet, Njalsgade 136, DK-2300 København S. Umsóknir skulu hafa borist viðtakanda eigi síðar en 15. febrúar 2016.
Sjóður Árna Magnússonar
Sjóður Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat), sem hefur að markmiði að veita íslenskum ríkisborgurum styrk til rannsókna í Árnasafni eða hliðstæðum rannsóknarsöfnum í Kaupmannahöfn, auglýsir hér með styrk fyrir árið 2016 lausan til umsóknar.
Styrkurinn, sem er greiddur út í einu lagi eða skipt í minni upphæðir, er veittur námsmönnum og kandídötum með masterspróf eða sambærilega háskólagráðu, sem sýnt hafa fram á svo mikla þekkingu á norrænni eða íslenskri tungu, sögu eða bókmenntum að vænta megi að þeir inni af hendi verk í einni eða fleiri af þessum greinum sem þyki skara fram úr.
Styrknum fylgir sú kvöð að styrkþegi skili stuttri greinargerð á dönsku eða ensku um árangur sinn af rannsóknardvölinni. Greinargerðina (um 1 A4-síðu) skal senda sem fyrst þegar dvölinni í Kaupmannahöfn lýkur og í síðasta lagi mánuði eftir næstu áramót þar á eftir.
Umsóknum skal fylgja CV með ritaskrá og stutt greinargerð fyrir rannsóknarverkefni (um 1 A4-síða) á dönsku eða ensku ásamt hugsanlegum meðmælum og upplýsingum um laun á Íslandi meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir skal stíla á Den Arnamagnæanske Kommission og senda til Jytte Sander French (jsf@hum.ku.dk), rekstrarstjóra, Nordisk Forskningsinstitut, Københavns Universitet, Njalsgade 136, DK-2300 København S. Umsóknir skulu hafa borist viðtakanda eigi síðar en 15 febrúar 2016.
Ef umsækjandi óskar þess að umsóknin verði tekin til greina við úthlutun úr báðum þessum sjóðum skal þess getið. Það er m.ö.o. ekki nauðsynlegt að skrifa tvær umsóknir.
Dansk:
DEN ARNAMAGNÆANSKE KOMMISSION – KØBENHAVNS UNIVERSITET
Stipendium til håndskriftstudier i København
Det Arnamagnæanske Statsstipendium opslås hermed ledigt for 2016 og 2017. Stipendiet tildeles islandske statsborgere med henblik på håndskriftstudier ved Den Arnamagnæanske Samling i København.
Stipendiet, der kan søges af islandske forskere, udgør for tiden, foruden rejseomkostninger, ca. 25.000 danske kroner månedligt, og det kan ydes i op til 12 måneder.
Stipendiet uddeles fortrinsvis til yngre og lovende forskere i deres tidlige faser af forskningen og med en varighed på 3 – 6 måneder.
Til stipendiet er der knyttet den betingelse, at stipendiaten skal aflægge en kortfattet rapport om det udbytte, han eller hun har haft af studieopholdet. Rapporten (ca. 1 A4-side) skal indsendes snarest i forbindelse med afslutningen af opholdet i København og senest en måned efter udgangen af det pågældende kalenderår.
Ansøgninger indeholdende CV, en kortfattet projektbeskrivelse (ca. 1 A4-side) på dansk eller engelsk, eventuelle anbefalinger, samt oplysninger om aflønningsforhold på Island under opholdet i København, stiles til Den Arnamagnæanske Kommission og sendes til institutadministrator Jytte Sander French, jsf@hum.ku.dk, Nordisk Forskningsinstitut, Njalsgade 136, DK-2300 København S, således at de er fremme senest den 15. februar 2016.
Det Arnamagnæanske Stipendium
Det Arnamagnæanske Legat, hvis formål er at tildele islandske statsborgere stipendier i forbindelse med studier ved Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling eller andre tilsvarende samlinger i København, opslår hermed et stipendium ledigt for 2016.
Stipendiet, der uddeles som en samlet portion eller i flere mindre portioner, tildeles studerende og kandidater, der har godtgjort en sådan indsigt i norrønt eller islandsk sprog, historie eller litteratur, at det kan forventes, at de vil præstere noget mere end almindeligt i disse fag eller et af dem.
Til stipendiet er knyttet den betingelse, at legatnyderen skal aflægge en kortfattet rapport på dansk eller engelsk om det udbytte, han/hun har haft af studieopholdet. Rapporten (ca. 1 A4-side) skal indsendes snarest i forbindelse med afslutningen af opholdet i København og senest en måned efter udgangen af det pågældende kalenderår.
Ansøgninger indeholdende CV, en kortfattet projektbeskrivelse (ca. 1 A4-side) på dansk eller engelsk, eventuelle anbefalinger, samt oplysninger om aflønningsforhold på Island under opholdet i København, stiles til Den Arnamagnæanske Kommission og sendes til institutadministrator Jytte Sander French, jsf@hum.ku.dk, Nordisk Forskningsinstitut, Njalsgade 136, DK-2300 København S, således, at de er fremme senest den 15. februar 2016.
Ønsker en ansøger at komme i betragtning til begge stipendier, bedes dette anført i ansøgningen. Det er altså ikke nødvendigt at skrive to ansøgninger.