Skip to main content

Fréttir

Rannsóknir á enskum áhrifum á óformleg samtöl

Doug Maloney / Unsplash

Rannsóknarhópurinn PLIS hlaut á dögunum tveggja ára styrk frá Nordplus språk til að rannsaka ensk áhrif á óformleg samtöl á Norðurlöndum. Samstarf fræðimannanna hófst haustið 2020 þegar Helga Hilmisdóttir hlaut styrk frá Nordforsk til að skipuleggja norræna málstofuröð um sama efni (sjá vefsíðu pragmaticborrowing.info). Hugmyndin með verkefninu var að beina kastljósi að þeim mikla fjölda upphrópana, blótsyrða, ávarpa og kurteisisfrasa sem komið hafa inn í norræn mál og finnsku á undanförnum árum, þ.e. orð og orðasambönd á borð við jess, what, fokk, plís og ómægod. Að þessu sinni er ætlunin að safna upptökum af vinsælum hlaðvörpum á Norðurlöndum og bera saman notkun þessara orða með skipulögðum hætti. Meðal annars munu rannsakendur velta fyrir sér hvað sé sameiginlegt tungumálum á Norðurlöndum og hvað ekki. Verkefnið mun varpa ljósi á hvernig enska hefur áhrif á lítil málsamfélög á borð við þau sem finna má á Norðurlöndum.

Nánar um verkefnið á ensku

In recent years, the Nordic languages and Finnish have experienced a large increase of borrowings from English. This is particularly noticeable in everyday conversations between young people, and in genres such as television shows, podcasts and other forms of popular culture. A large portion of the recent borrowings belong to the pragmatic level, that is words like ‘yes’ and ‘please’, or phrases like ‘oh my god’. Pragmatic borrowings do not add to the propositional content of the utterance. Instead, they can be used to show a certain attitude or to index that the speaker belongs to a particular social category, e.g. young and urban. The aim of the PLIS network is to compare the use of pragmatic borrowings in the Nordic countries. During two meetings and one final seminar, the network will discuss the planning of a joint database of Nordic podcasts as well as methodological issues and results from comparative studies. The podcasts that will be collected contain conversations in the Nordic languages and Finnish. The theoretical framework is Discourse-Pragmatic Variation and Change. The project is an important contribution to the study of language contact and how small languages are affected by the world language English. The ongoing change needs to be documented and described from a joint Nordic perspective. Do the Nordic languages borrow the same or different words? Do the English borrowings behave the same way in across the Nordic region or do they develop unique functions in each language or language variety?