Skip to main content

Fréttir

Rannís styrkir sr. Ólaf, málbreytingar, bókmenningu og ofbeldi


Lokið hefur verið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2012. Sjóðnum bárust 267 umsóknir og voru 47 þeirra styrktar. Þar á meðal fjögur verkefni sem unnin verða á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:

Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals
Ásta Svavarsdóttir, verkefnisstjóri (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Eiríkur Rögnvaldsson (Háskóli Íslands), Guðrún Þórhallsdóttir (Háskóli Íslands), Haraldur Bernharðsson (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Jóhannes Bjarni Sigtryggsson (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Veturliði Óskarsson (Háskólinn í Uppsölum), Wim Vandenbussche (Vrije University Brussel).
Styrkurinn er að upphæð 6 milljónir og sjötíu þúsund.

Prentsmiðja fólksins. Handrita- og bókmenning síðari alda
Matthew James Driscoll, verkefnisstjóri (Háskólinn og Árnastofnun í Kaupmannahöfn), Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Árni Heimir Ingólfsson, Clarence E. Glad (ReykjavíkurAkademínan), Davíð Ólafsson (ReykjavíkurAkademían, Silvia Hafnagel og Tereza Lansing (Háskólinn í Kaupmannahöfn).
Styrkurinn er að upphæð 6,5 milljónir.

Kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum: Greining, samhengi, dreifing
Árni Heimir Ingólfsson, verkefnisstjóri, Margrét Eggertsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og Guðrún Laufey Guðmundsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).
Styrkurinn er að upphæð 5 milljónir og 880 þúsund.

Vald og ofbeldi á Íslandi á miðöldum
Viðar Pálsson hlaut rannsóknastöðustyrk að upphæð 4 milljónir og 640 þúsund.

Upplýsingar um aðra styrkþega og ýmsa tölfræði má fá á heimasíðu Rannís.