Lokið hefur verið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2012. Sjóðnum bárust 267 umsóknir og voru 47 þeirra styrktar. Þar á meðal fjögur verkefni sem unnin verða á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum:
Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals
Ásta Svavarsdóttir, verkefnisstjóri (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Eiríkur Rögnvaldsson (Háskóli Íslands), Guðrún Þórhallsdóttir (Háskóli Íslands), Haraldur Bernharðsson (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Jóhannes Bjarni Sigtryggsson (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Veturliði Óskarsson (Háskólinn í Uppsölum), Wim Vandenbussche (Vrije University Brussel).
Styrkurinn er að upphæð 6 milljónir og sjötíu þúsund.
Prentsmiðja fólksins. Handrita- og bókmenning síðari alda
Matthew James Driscoll, verkefnisstjóri (Háskólinn og Árnastofnun í Kaupmannahöfn), Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), Árni Heimir Ingólfsson, Clarence E. Glad (ReykjavíkurAkademínan), Davíð Ólafsson (ReykjavíkurAkademían, Silvia Hafnagel og Tereza Lansing (Háskólinn í Kaupmannahöfn).
Styrkurinn er að upphæð 6,5 milljónir.
Kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum: Greining, samhengi, dreifing
Árni Heimir Ingólfsson, verkefnisstjóri, Margrét Eggertsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og Guðrún Laufey Guðmundsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum).
Styrkurinn er að upphæð 5 milljónir og 880 þúsund.
Vald og ofbeldi á Íslandi á miðöldum
Viðar Pálsson hlaut rannsóknastöðustyrk að upphæð 4 milljónir og 640 þúsund.
Upplýsingar um aðra styrkþega og ýmsa tölfræði má fá á heimasíðu Rannís.