Skip to main content

Fréttir

Nýr forvörður

Skrifstofa stofnunarinnar er í Árnagarði.

 

Signe Hjerrild Smedemark hefur verið ráðin forvörður við stofnunina. Sex erlendir forverðir sóttu um starfið, en einn þeirra dró umsókn sína til baka. Tveir umsækjendur voru teknir í viðtal í gegnum skype.

Signe er með meistaragráðu (cand.scient.cons.) frá Det kongelige danske kunstakademis skoler for arkitektur, design og konservering í Kaupmannahöfn og B.S. próf í forvörslu frá háskólanum í Gautaborg. Hún hefur unnið við forvörslu á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og hefur reynslu af að fást við gamlar prentaðar bækur og handrit bæði skrifuð á pappír og skinn, bókband og fleira og hefur lagt sérstaka áherslu á fyrirbyggjandi forvörslu.

Signe er væntanleg til starfa um 20. júlí en Hersteinn Brynjólfsson forvörður við stofnunina til margra ára hefur látið af störfum vegna aldurs.

 

Signe Hjerrild Smedemark.