Vigdís Finnbogadóttir opnaði örsýningu handrita á Skriðuklaustri í Fljótsdal 18. maí en Vigdís er fóstra Margrétar sögu sem er skinnbók frá um 1500. Við opnunina sungu Liljurnar, skúlknakór Egilsstaðakirkju, undir stjórn Margrétar Láru Þórarinsdóttur, Guðrún Nordal flutti ávarp, Guðvarður Már Gunnlaugsson kynnti Margrétar sögu og Vigdís færði heimamönnum nákvæma eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar að handritinu. Menn geta nú skoðað og fræðst um Margrétar sögu á örsýningu handrita á Skriðuklaustri. Hönnuðir sýningarinnar eru Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður og Sigrún Sigvaldadóttir grafískur hönnuður. Sýningin er styrkt af Menningarráði