Skip to main content

Fréttir

Margrétar saga alla leið heim

Vigdís Finnbogadóttir opnar örsýningu handrita á Skriðuklaustri 18. maí 2013. Mynd / Guðvarður Már Gunnlaugsson.

 

Vigdís Finnbogadóttir opnaði örsýningu handrita á Skriðuklaustri í Fljótsdal 18. maí en Vigdís er fóstra Margrétar sögu sem er skinnbók frá um 1500. Við opnunina sungu Liljurnar, skúlknakór Egilsstaðakirkju, undir stjórn Margrétar Láru Þórarinsdóttur, Guðrún Nordal flutti ávarp, Guðvarður Már Gunnlaugsson kynnti Margrétar sögu og Vigdís færði heimamönnum nákvæma eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar að handritinu. Menn geta nú skoðað og fræðst um Margrétar sögu á örsýningu handrita á Skriðuklaustri. Hönnuðir sýningarinnar eru Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður og Sigrún Sigvaldadóttir grafískur hönnuður. Sýningin er styrkt af Menningarráði

Austurlands.Upplýsingar um sex örsýningar, opnunardag sýninganna, handrit og fóstrur þeirra í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar.

 

Liljurnar við opnun örsýningar handrita á Skriðuklaustri 18. maí 2013. Mynd / Guðvarður Már Gunnlaugsson

Guðvarður Már Gunnlaugsson við opnun örsýningar handrita á Skriðuklaustri 18. maí 2013. Mynd / Skúli Björn Gunnarsson Guðrún Nordal við opnun örsýningar handrita á Skriðuklaustri 18. maí 2013. Mynd / Skúli Björn Gunnarsson

 

Vigdís Finnbogadóttir opnar örsýningu handrita á Skriðuklaustri 18. maí 2013. Mynd / Skúli Björn Gunnarsson