Skip to main content

Fréttir

Kókakólaróló og lögguhús

Hallgrímur J. Ámundason á örnefnasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir.

 

Hall­grím­ur J. Ámunda­son, ís­lensku­fræðing­ur og ör­nefna­fræðing­ur á nafn­fræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur farið af stað með söfn­un ör­nefna og annarra heita í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Á nafn­fræðisviði stofnunarinnar er haldið utan um ör­nefna­safn Íslands. Í viðtalið í Morgunblaðinu 20. maí 2015 seg­ir Hallgrímur að dæmi­gerð ör­nefna­söfn­un hafi snú­ist um ör­nefni í sveit­um lands­ins, eins og til dæm­is fjalla­nöfn og bæj­ar­nöfn. Hann hafi haft áhuga á ör­nefn­um í þétt­býli og ekki síst óform­leg­um ör­nefn­um sem verði til upp úr þurru.

Meðal ann­ars hjá börn­um í leik, sem búi sér til nöfn yfir marga hluti, hvort um sé að ræða leik­velli eða leyn­istaði, sem krakk­ar upp­götvi þegar þeir skott­ist um hverfið og haldi að eng­inn þekki. „Þessi nöfn eru þess eðlis að þau kom­ast sjald­an á prent, eru bara til í barna­hópn­um og gleym­ast ef þau fær­ast ekki á milli kyn­slóða,“ segir hann. Lesa má viðtalið við Hallgrím á vefnum: www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/20/kokakolarolo_og_logguhus

Einnig má fylgjast með á Facebook þar sem upphaflega könnunin fór fram: www.facebook.com/groups/650798588311970