Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) hefur verið aðgengileg sem verk í vinnslu í átta ár en hún var formlega opnuð föstudaginn 15. nóvember.
Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar ávarpaði gesti og svo fjölluðu þær Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir, höfundar og ritstjórar, um vinnu við orðabókina. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus fjallaði um Islensku nútímamálsorðabókina út frá sjónarhóli stórnotanda.
Íslensk nútímamálsorðabók er eingöngu aðgengileg á vefnum. Orðaforðinn er um 56 þúsund uppflettiorð. Reglulega bætast við ný orð, orðskýringar og dæmi. Beygingar orða eru gefnar með tenglum í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (BÍN). Víða er að finna myndskreytingar og einnig eru hljóðritanir á framburði orðanna. Undirstaða þessa verks er margmála orðabókin ISLEX sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur einnig út.