Skip to main content

Fréttir

Flateyjarbók alla leið heim

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður opnaði örsýningu handrita á Þingeyrum í Húnavatnssýslu 31. maí. Við það tækifæri færði hún heimamönnum nákvæma eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar að Flateyjarbók, skinnbók frá lokum 14. aldar. Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kynnti handritið sem menn geta nú skoðað og fræðst um á sýningunni á Þingeyrum. Hönnuðir eru Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður og Sigrún Sigvaldadóttir grafískur hönnuður. Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.

Upplýsingar um sex örsýningar, opnunardag sýninganna, handrit og fóstrur þeirra í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar

 

Steinunn Sigurðardóttir opnaði örsýningu handrita á Þingeyrum 31. maí 2013. Mynd/Ingibergur.

 

Við opnun örsýningar handrita á Þingeyrum 31. maí 2013. Mynd/Ingibergur.

 

 

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Lillý Rebekka Steingrímsdóttir við opnun örsýningar handrita á Þingeyrum 31. maí 2013. Mynd/Ingibergur.

 

Við opnun örsýningar handrita á Þingeyrum 31. maí 2013. Mynd/Ingibergur.

 

Guðrún Nordal, Björn Magnússon á Hólabaki og Ingimundur Sigfússon við opnun örsýningar handrita á Þingeyrum 31. maí 2013. Mynd/Ingibergur.