Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður opnaði örsýningu handrita á Þingeyrum í Húnavatnssýslu 31. maí. Við það tækifæri færði hún heimamönnum nákvæma eftirgerð Hersteins Brynjólfssonar að Flateyjarbók, skinnbók frá lokum 14. aldar. Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kynnti handritið sem menn geta nú skoðað og fræðst um á sýningunni á Þingeyrum. Hönnuðir eru Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður og Sigrún Sigvaldadóttir grafískur hönnuður. Sýningin er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra.