Skip to main content

Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslenskri tungu og menningu

Sumarnámskeið 2018
Alþjóðlegt námskeið í íslensku júlí 2018

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegu sumarnámskeiði í íslenskri tungu og menningu í júlímánuði ár hvert í íslensku máli og bókmenntum, sögu og samfélagi. Námskeiðið er einkum ætlað stúdentum í tungumála- og bókmenntanámi en aðrir þeir sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu eiga þess kost að sækja námskeiðið.

45 nemendur geta tekið þátt í námskeiðinu ár hvert, og er þeim skipt í tvo hópa eftir getu. Nemendur þurfa að hafa lokið námskeiðinu Icelandic Online I sem hægt er að nálgast frítt á Netinu. Kunnátta er prófuð. Kennslan fer fram í 80 kennslustundum, 3-5 stundum á dag í fjórar vikur. Auk þess er boðið upp á fyrirlestra um íslenska sögu, menningu og samfélag. Þátttakendur þurfa að hafa lokið námi sem samsvarar einu ári á háskólastigi. Námskeiðið getur veitt 10 ECTS einingar á BA stigi.

Þátttökugjald fyrir sumarið 2020 er 580 evrur (miðað við gengi 26. september 2018) en með því greiða þátttakendur fyrir kennslu og fyrirlestra og enn fremur kynnisferð um Reykjavík og dagsferðir á sögustaði sem farnar eru á vegum námskeiðsins. Þátttakendur verða að greiða allan annan kostnað sjálfir, s.s. ferðakostnað og uppihald. Hægt er að útvega þeim þátttakendum sem vilja gistingu og er leigan u.þ.b. 600 evrur (miðað við gengi 26. september 2018). Engin þjónusta er innifalin. Reiknað er með að nemarnir þurfi a.m.k. 25 evrur á dag í fæðispeninga. Ekki er hægt að fá þátttökugjaldið endurgreitt.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar ár hvert og geta umsækjendur vænst þess að fá svar við umsóknum í mars. Þátttakendur eru þá beðnir um að greiða þátttökugjaldið sem staðfestingu á umsókn.

Nánari upplýsingar um námskeiðið, verð og umsóknareyðublað eru á ensku síðunni.