
Hundrað og fimmtíu ár frá Öskjugosinu 1875
Föstudaginn 28. mars var haldið fjölsótt málþing um Öskjugosið 1875 á vegum Árnastofnunar í samstarfi við Félag íslenskra fræða.
NánarFöstudaginn 28. mars var haldið fjölsótt málþing um Öskjugosið 1875 á vegum Árnastofnunar í samstarfi við Félag íslenskra fræða.
NánarÍ fjölskyldusmiðjunni í Eddu fá þátttakendur að kynnast Nýja-Íslandi í Kanada sem stofnað var fyrir 150 árum ásamt því að fræðast um Öskjugosið árið 1875 sem varð til þess að margir Íslendingar héldu vestur um haf.
NánarVilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur, heldur erindi í Eddu á vegum Vinafélags Árnastofnunar. Í erindinu segir hún m.a. frá rannsóknum að baki skáldsögunni Land næturinnar.
NánarÞessa dagana fer fram viðamikil tiltekt í gagnagrunnum stofnunarinnar. Vegna takmarkana á gagnageymslum og einnig til að auka skilvirkni gagnagrunna var tekin ákvörðun um að skera niður í umfangi orðasafna stofnunarinnar.
NánarUndanfarið hafa orðið miklar framfarir í vélþýðingartækni og nú er svo komið að vélþýðingar geta gagnast mörgum sem vilja þýða texta á ýmsum sviðum úr íslensku á önnur mál eða úr öðrum málum á íslensku.
NánarÍ lok febrúar hófst ferðalag Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur safnkennara Árnastofnunar um landið. Þessar heimsóknir eru hluti verkefnisins Hvað er með ásum? og í þeim fá nemendur í samstarfsskólum víða um land að kynnast heimi handritanna.
NánarHvað er með Ásum − aftur til framtíðar. Námskeið fyrir 8–12 ára börn hefst 18. mars.
NánarÞað er alls ekki óalgengt að rekast á Biblíuhandrit frá 17. öld, jafnvel þótt Guðbrandsbiblía hafi verið prentuð árið 1584 og Þorláksbiblía á árunum 1637–1644. Með tilkomu prentverksins var síður en svo skrúfað fyrir framleiðslu handskrifaðra bóka; þvert á móti lifðu miðlarnir tveir, prentaða bókin og handritið, saman um langt skeið í dýnamísku og frjóu sambandi.
NánarFöstudaginn 21. mars var Íslensk-pólsk veforðabók opnuð. Í henni eru 54 þúsund uppflettiorð ásamt fjölda dæma og orðasambanda sem öll eru þýdd á pólsku. Unnið hefur verið að henni undanfarin ár á Árnastofnun og voru þetta því mikil tímamót.
NánarDagana 27. og 28. mars 2025 verður á netinu norræn ráðstefna um skýrt og skiljanlegt tungutak á sviði laga, réttar og stjórnsýslu. Klarspråk 2025: När vi möter juridiskt språk i vardagen. Ráðstefnan er gjaldfrjáls og öllum opin en nauðsynlegt er að skrá sig til að fá sendan hlekk á viðburðinn.
Nánar