Search
Fræðslufundur
Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 24. mars 2018, kl. 13.15 í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands.
NánarLífsblómið - Fullveldi Íslands í 100 ár
Þann 17. júlí 2018 verður sýningin Lífsblómið opnuð í Listasafni Íslands. Sýningin fjallar um fullveldi Íslands í 100 ár. Nánar má lesa um sýninguna hér.
NánarAlþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku
Dagana 2.–27. júlí halda Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, alþjóðasvið, og Hugvísindasvið Háskóla Íslands alþjóðlegt námskeið í nútímaíslensku. Um 35 erlendir stúdentar sækja námskeiðið. Auk íslenskunámsins hlýða þeir á fyrirlestra um íslenskt samfélag og menningu og heimsækja sögustaði á Suður- og Vesturlandi.
NánarMálþing í Kakalaskála: Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn
Laugardaginn 25. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málþingið ber yfirskriftina „Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn“. Dagskráin er fjölbreytt og í erindum er fjallað um Þórðar sögu kakala, ófriðaröld Sturlunga, íslenskan hetjuskap og þjóðsagnasöfnun.
NánarDialektolog 2018: Norræn mállýsku- og málbrigðaráðstefna
Dagana 20. - 22. ágúst verður efnt til elleftu norræni ráðstefnunnar um mállýskur og tilbrigði í máli. Hún verður haldin í Reykjavík á vegum stofnunarinnar og Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar eru á vef ráðstefnunnar: https://conference.hi.is/dialektolog2018/.
NánarAlþjóðlegt fornsagnaþing 2018
Alþjóðlegt fornsagnaþing verður haldið á vegum Stofnunarinnar, Háskóla Íslands og Snorrastofu 12. til 17. ágúst. Það verður haldið í Reykjavík (HÍ) og Reykholti. Hér má finna nánari upplýsingar um þingið.
NánarAlþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum
Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum 1.–10. ágúst 2018 Alþjóðlegur sumarskóli í handritafræðum var haldinn í Reykjavík 1.-10. ágúst. Var þetta í fimmtánda sinn sem boðið var upp á slíkt sumarnám en handritaskólinn er haldinn til skiptis í Reykjavík og Kaupmannahöfn.
Nánar