Skip to main content

Fræðimannaíbúð stofnunarinnar

Stofnunin hefur til umráða íbúð sem leigð er til erlendra fræðimanna, að jafnaði hvorki skemur en viku né lengur en þrjá mánuði. Umsækjendur vinni að íslenskum fræðum við Háskóla Íslands eða sambærilegar stofnanir meðan á dvölinni stendur.

Íbúðin er í risi fyrir ofan skrifstofu í Þingholtsstræti 29, 101 Reykjavík. Húsið, sem á sér langa sögu, er úr timbri, reist 1899 og friðað. Íbúðin er 100 fermetrar og skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og bað.

Íbúðin eru búin líni, húsgögnum, ísskáp, þvottavél og sjónvarpi.

Nánari upplýsingar um leigukjör veitir starfsfólk stofnunarinnar, netfang: arnastofnun@arnastofnun.is